Stórleikur Doncic dugði ekki gegn einu versta liðinu

Luka Doncic átti stórleik í tapi.
Luka Doncic átti stórleik í tapi. AFP/Getty Images/SAM HODDE

Dallas Mavericks missteig sig all illilega í bandarísku NBA-deildinni í kvöld er liðið tapaði gegn Charlotte Hornets, 104:110, í kvöld. 

Þetta er fjórði tapleikur Dallas-liðsins í röð sem er nú í 11. sæti deildarinnar með 36 sigra og 39 töp. 

Þrátt fyrir tapið átti Slóveninn Luka Doncic stórleik fyrir Dallas. Hann setti 40 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hin stjarna liðsins, Kyrie Irving, setti 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. 

P.J. Washington var atkvæðamestur í liði Charlotte með 22 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar. 

Ljóst er að Dallas liðið þarf að rífa sig í gang vilji það hafa einhvern möguleika til að komast í úrslitakeppnina. 

mbl.is