Skoraði 39 stig í ótrúlegri endurkomu

Stephen Curry fór mikinn í nótt.
Stephen Curry fór mikinn í nótt. AFP/Ezra Shaw

Stephen Curry átti stórleik fyrir Golden State Warriors þegar liðið tók á móti New Orleans Pelicans í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Leiknum lauk með naumum sigri Golden State, 120:109, en Curry skoraði 39 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.

New Orleans var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 63:48 í hálfleik en Golden State snéri leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Jordan Poole skoraði 21 stig fyrir Golden State en Brandon Ingram var stigahæstur hjá New Orleans og skoraði 26 stig, ásamt því að taka átta fráköst og gefa sjö stoðsendingar.

Golden State er með 40 sigra í sjötta sæti Vesturdeildarinnar en New Orleans er í áttunda sætinu með 38 sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Memphis – Orlando 113:108
Oklahoma – Charlotte 134:137
Golden State – New Orleans 120:109
Washington – Bolton 130:111
Toronto – Miami 106:92
Atlanta – Cleveland 120:118

mbl.is