Ekki gerlegt ef við förum niður í 15 milljónir

Óvissa ríkir um það innan KKÍ hvort hægt verði að …
Óvissa ríkir um það innan KKÍ hvort hægt verði að skrá karlalandslið Íslands til leiks í undankeppni EM sem hefst á þessu ári. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir er nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, og er hún aðeins önnur konan til þess að gegna embættinu.

„Þetta nýja embætti leggst ótrúlega vel í mig og ég er mjög spennt fyrir því að halda áfram að vinna að hag körfuboltans hér á landi,“ sagði Guðbjörg í samtali við Morgunblaðið.

KKÍ verður af tugum milljóna, fari svo að sambandið verði fært niður úr A-flokki í B-flokk innan ÍSÍ eins og til stendur að gera.

„Ef þú skoðar ársreikning KKÍ þá sést glögglega að við erum að koma út nálægt núllinu, eins og staðan er í dag. Við höfum verið að fá í kringum 45 milljónir úr afrekssjóðnum en þetta verða um 36 milljónir sem til stendur að við fáum núna fyrir þetta ár.

Fyrir 2024, þá erum við að tala um kannski 15-18 milljónir. Það er gríðarlega mikill munur þarna á og að taka þátt í undankeppni EM kostar mikla fjármuni Það gefur augaleið að ef við förum úr 45-50 milljónum niður í 15 milljónir þá yrði þetta aldrei gerlegt,“ sagði Guðbjörg meðal annars.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »