Í fyrsta sinn í 17 ár

Malik Monk fór mikinn í nótt.
Malik Monk fór mikinn í nótt. AFP/Loren Elliott

Malik Monk var stigahæstur hjá Sacramento Kings þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik með sigri gegn Portland Trail Blazers á útivelli í nótt.

Monk skorði 19 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar en leiknum lauk með öruggum sigri Sacramento, 120:80.

De'Aaron Fox skoraði 18 stig fyrir Sacramento en Shaedon Sharpe var stigahæstur hjá Portland með 30 stig, sjö fráköst og sjö stoðsendingar.

Sacramento er með 46 sigra í þriðja sæti Vesturdeildarinnar og öruggt með sæti í úrslitakeppni í fyrsta sinn frá árinu 2006.

Úrslit næturinnar í NBA:

Chicago – LA Lakers 110:121
Memphis – LA Clippers 132:141
Oklahoma City – Detroit 107:106
San Antonio – Utah 117:128
Phoenix – Minnesota 107:100
Portland – Sacramento 80:120
Brooklyn – Houston 123:114
New York – Miami 101:92
Philadelphia – Dallas 116:108
Indiana – Milwaukee 136:149

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert