Fjölnir og Skallagrímur náðu forystu

Ragnar Nathanaelsson og félagar lentu undir í kvöld.
Ragnar Nathanaelsson og félagar lentu undir í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir og Skallagrímur komst í kvöld einu skrefi nær efstu deild karla í körfubolta með sigrum í fyrsta leik einvíga sinna í undanúrslitum umspils um sæti í efstu deild.

Fjölnismenn gerðu góða ferð til Hveragerðis og fögnuðu 91:88-útisigri á Hamri. Leikurinn var hnífjafn og spennandi allan tímann, en Fjölnismenn voru sterkari á lokakaflanum.

Lewis Diankulu skoraði 20 stig fyrir Fjölni. José Medina gerði 27 fyrir Hamar.

Þá fór Skallagrímur í vel heppnaða ferð á Höfn og sigraði Sindra, 94:90. Sindri var með 56:47-forskot í hálfleik, en Skallagrímsmenn voru sterkari í seinni hálfleik og sigldu sætum sigri í höfn.

Keith Jordan Jr. skoraði 25 stig og tók 13 fráköst fyrir Skallagrím. Osvar Jörgensen skilaði 27 stigum fyrir Sindra.  

Hamar - Fjölnir 88:91

Hveragerði, 1. deild karla, 31. mars 2023.

Gangur leiksins:: 2:4, 6:7, 11:9, 17:16, 19:20, 24:27, 32:33, 38:39, 50:45, 53:57, 59:59, 62:63, 70:72, 75:80, 82:88, 88:91.

Hamar: Jose Medina Aldana 27/4 fráköst/10 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 20/6 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 16/17 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 12, Mirza Sarajlija 6/5 stoðsendingar, Elías Bjarki Pálsson 5, Daði Berg Grétarsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Fjölnir: Lewis Junior Diankulu 20, Rafn Kristján Kristjánsson 19/13 fráköst, Viktor Máni Steffensen 10, Ísak Örn Baldursson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Simon Fransis 10/5 fráköst, Hilmir Arnarson 9/5 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 9, Fannar Elí Hafþórsson 2, Petar Peric 2.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Stefán Kristinsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 152

Sindri - Skallagrímur 90:94

Ice Lagoon höllin, 1. deild karla, 31. mars 2023.

Gangur leiksins:: 3:3, 11:11, 18:16, 25:21, 39:31, 42:35, 52:43, 56:47, 59:54, 64:59, 73:66, 79:72, 83:75, 83:80, 83:86, 90:94.

Sindri: Oscar Alexander Teglgard Jorgensen 27, Tyler Emmanuel Stewart 19/5 fráköst, Rimantas Daunys 13/4 fráköst, Tomas Orri Hjalmarsson 10, Guillermo Sanchez Daza 8, Ismael Herrero Gonzalez 6/7 fráköst/8 stoðsendingar, Ebrima Jassey Demba 5/4 fráköst, Sigurður Guðni Hallsson 2.

Fráköst: 17 í vörn, 8 í sókn.

Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 25/13 fráköst, Milorad Sedlarevic 20/5 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14/10 fráköst/6 stoðsendingar, David Gudmundsson 11, Orri Jónsson 10, Almar Orn Bjornsson 5, Marino Þór Pálmason 5/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 148

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert