KR hélt sér á lífi með stórsigri

Fjóla Gerður Gunnarsdottir hjá KR sækir að Stjörnukonunni Riley Pipplewell.
Fjóla Gerður Gunnarsdottir hjá KR sækir að Stjörnukonunni Riley Pipplewell. Ljósmynd/Jón Kristinn Sverrisson

KR er enn á lífi í baráttunni um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir óvæntan 83:63-stórsigur á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í undanúrslitum umspils um sæti í deild þeirra bestu.

Stjarnan var með 2:0 forskot í einvíginu og áttu flestir von á að Stjörnukonur tryggðu sætið í efstu deild með þriðja sigrinum í kvöld. KR-ingar voru á öðru máli og unnu sannfærandi sigur, þrátt fyrir að Stjarnan hafi endað með 12 stigum meira í deildinni.

KR var mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 50:36, KR í vil. Stjörnukonum gekk illa að minnka muninn í seinni hálfleik og úr varð stórsigur Vesturbæjarliðsins.

Violet Morrow skoraði 21 stig og tók 19 fráköst fyrir KR og Anna María Magnúsdóttir bætti við 13 stigum. Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 15 stig og tók 10 fráköst fyrir Stjörnuna. Diljá Ögn Lárusdóttir bætti við 13 stigum.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Frostaskjóli á sunnudaginn kemur og fær Stjarnan þá annað tækifæri til að fara upp um deild, á meðan KR fær tækifæri til knýja fram oddaleik.

Stjarnan - KR 63:83

Umhyggjuhöllin, 1. deild kvenna, 31. mars 2023.

Gangur leiksins:: 5:5, 7:10, 14:13, 16:25, 22:29, 28:35, 34:47, 36:50, 44:53, 50:57, 50:66, 53:74, 56:76, 58:78, 63:83, 63:83.

Stjarnan: Kolbrún María Ármannsdóttir 15/10 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 13/7 fráköst, Riley Marie Popplewell 8/12 fráköst, Elísabet Ólafsdóttir 7, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 6, Ísold Sævarsdóttir 4, Bára Björk Óladóttir 4, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 4/13 fráköst, Hrafndís Lilja Halldórsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 18 í sókn.

KR: Violet Morrow 21/19 fráköst/5 stolnir, Anna María Magnúsdóttir 13, Perla Jóhannsdóttir 12/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 11/4 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir 10/3 varin skot, Fanney Ragnarsdóttir 5/5 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Bergur Daði Ágústsson, Anton Elí Einarsson.

Áhorfendur: 215

Elísabet Ólafsdóttir sækir að körfu KR-inga í kvöld.
Elísabet Ólafsdóttir sækir að körfu KR-inga í kvöld. Ljósmynd/Jón Kristinn Sverrisson
mbl.is