Þór einum sigri frá úrvalsdeild

Þórsarar fagna sigrinum í leikslok.
Þórsarar fagna sigrinum í leikslok. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Þór frá Akureyri er einum sigri frá því að komast upp í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir 73:63-heimasigur á Snæfelli í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í deild þeirra bestu.

Er Þór með 2:1-forskot í einvíginu, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í efstu deild og úrslitaeinvígi um sigur í 1. deildinni.

Þór var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var staðan eftir tvo leikhluta af fjórum 39:27. Snæfelli gekk illa að minnka muninn í seinni hálfleik og var staðan fyrir lokaleikhlutann 56:43.

Snæfell vann síðasta leikhlutann með þriggja stiga mun, en það dugði ekki til og heimakonur í Þór fögnuðu sigri. Fjórði leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi á sunnudag.

Tuba Poyraz skoraði 23 stig og tók níu fráköst fyrir Þór og Madison Sutton gerði 19 stig og tók 19 fráköst. Cheah Whitsitt skoraði 23 stig og tók 11 fráköst fyrir Snæfell. Ylenia Bonett skoraði 17 stig.

Höllin Ak, 1. deild kvenna, 31. mars 2023.

Gangur leiksins:: 2:2, 6:6, 12:10, 19:10, 26:16, 37:18, 39:20, 39:27, 44:32, 48:36, 50:38, 56:43, 61:50, 64:51, 66:59, 73:63.

Þór Ak.: Tuba Poyraz 23/9 fráköst, Madison Anne Sutton 19/19 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Rut Herner Konráðsdóttir 7, Hrefna Ottósdóttir 3, Karen Lind Helgadóttir 3, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 3, Heiða Hlín Björnsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Snæfell: Cheah Emountainspring Rael Whitsitt 23/11 fráköst/7 stolnir, Ylenia Maria Bonett 17/5 fráköst/5 stolnir, Minea Ann-Kristin Takala 10, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Dagný Inga Magnúsdóttir 3, Preslava Radoslavova Koleva 3/7 fráköst.

Fráköst: 19 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Aron Rúnarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 180

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert