Lék vel í góðum heimasigri

Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson lék vel í góðum heimasigri Rytas Vilnius á Juventus, 103:101, í litháísku efstu deildinni í körfubolta í dag.

Á þeim 15 mínútum sem Elvar lék skilaði hann fimm stigu, fjórum fráköstum og þremur stoðsendingum.

Rytas er í öðru sæti deildarinnar með 20 sigra, jafn marga og Zalgiris, sem á leik til góða.

Átta umferðum eru eftir af deildarkeppninni.

mbl.is