Toppliðið tapaði aftur

Devin Booker og Kevin Durant voru stigahæstir hjá Phoenix Suns.
Devin Booker og Kevin Durant voru stigahæstir hjá Phoenix Suns. AFP/Christian Pedersen

Phoenix Suns hafði betur gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta vestanhafs í nótt, 100:93, en leikið var í Phoenix. Tapað var það annað í röð hjá Denver, sem er þrátt fyrir það í toppsæti Vesturdeildarinnar.

Stórstjarnan Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Phoenix og Devin Booker 27. Denver lék án síns besta leikmanns, Nikola Jokic. Í fjarveru hans skoraði Aaron Gordon 26 stig.

Memphis Grizzlies og Sacramento Kings, sem eru öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar, söxuðu á Denver. Memphis vann 108:94-sigur á LA Clippers á heimavelli. Desmond Bane skoraði 22 stig fyrir Memphis.

Sacramento vann 138:114-útisigur á Portland Trail Blazers. De‘Aron Fox, Malik Monk, Keegan Murray og Domantas Sabonis skoruðu 20 stig hver fyrir Sacramento.

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:
Charlotte Hornets – Chicago Bulls 91:121
Indiana Pacers – Oklahoma City Thunder 121:117
Philadelphia 76ers – Toronto Raptors 117:110
Washington Wizards – Orlando Magic 109:116
Boston Celtics – Utah Jazz 122:114
Brooklyn Nets – Atlanta Hawks 124:107
Cleveland Cavaliers – New York Knicks 116:130
Houston Rockets – Detroit Pistons 121:115
Memphis Grizzlies – LA Clippers 108:94
Minnesota Timberwolves – LA Lakers 111:123
Golden State Warriors – San Antonio Spurs 130:115
Portland Trail Blazers – Sacramento Kings 114:138
Phoenix Suns – Denver Nuggets 100:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert