Martin og félagar töpuðu fyrsta leik í úrslitakeppninni

Martin Hermannsson leikur með Valencia.
Martin Hermannsson leikur með Valencia. Ljósmynd/Valencia Basket

Barcelona og Valencia mættust í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona og fóru heimamenn með tíu stiga sigur af hólmi, 84:74.

Martin Hermannsson spilaði tæpar 10 mínútur í liði Valencia í kvöld og skoraði hann þrjú stig.

Barcelona varð deildarmeistari en Valencia endaði í 8. sæti deildarinnar og varð síðasta liðið inn í úrslitakeppnina.

Næstu leikur liðanna í einvíginu fer fram 2. júní nk. á heimavelli Valencia.

mbl.is