Lætur af störfum sem þjálfari KR

Helgi Már Magnússon kveður KR-inga.
Helgi Már Magnússon kveður KR-inga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Már Magnússon hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs KR í körfuknattleik.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Helgi, sem er fertugur, hefur stýrt liðinu undanfarin tvö keppnistímabil.

Helgi hefur þjálfað meistaraflokk karla síðustu tvö tímabil. Stjórn kkd KR vill koma á framfæri þakklæti til Helga fyrir hans óeigingjarna starf í þágu félagsins,“ segir í tilkynningu Vesturbæinga.

Við vonumst auðvitað til þess að Helgi Már verði áfram öflugur félagsmaður um ókomin ár hér á Meistaravöllum,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

KR hafnaði í 12. og neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á nýliðnu keppnistímabili og leikur því í 1. deildinni í fyrsta skipti á næstu leiktíð.

mbl.is