Martin drjúgur er Valencia datt út

Martin Hermannsson í leik með Valencia.
Martin Hermannsson í leik með Valencia. Ljósmynd/Valencia Basket

Valencia mátti þola stórt tap, 87:64, fyrir Barcelona í átta liða úrslitum spænsku 1. deildarinnar í körfubolta í kvöld. 

Þrátt fyrir tapið átti Martin Hermannsson góðan leik í liði Valencia en á átta mínútum spiluðum skoraði hann tíu stig og tók eitt frákast. Barcelona reyndist hinsvegar mun sterkari aðilinn í báðum leikjum og fer örugglega áfram með tvo sigra gegn engum. 

Ægir Þór Steinarsson og félagar í Alicante eru einnig úr leik í umspili B-deildar Spánar. Alicante tapaði þriðja leik sínum gegn Palencia, 63:60, en þrjá sigra þurfti til að komast áfram. 

Þrátt fyrir tapið átti Ægir einnig góðan leik en hann skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar á 26. mínútum. 

mbl.is