Fer LeBron til Dallas?

Gæti LeBron James verið á leiðinni til Dallas?
Gæti LeBron James verið á leiðinni til Dallas? AFP/Getty Images/Matthew Stockmana

Körfuknattleiksmaðurinn Kyrie Irving hefur heyrt í fyrrverandi liðsfélaga sínum LeBron James, leikmanni LA Lakers, um að koma til Dallas Mavericks á næsta tímabili í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta. 

Frá þessu greina helstu blaðamenn deildarinnar en James og Irving léku saman á sínum tíma hjá Cleveland Cavaliers þar sem þeir unnu sögufrægan meistaratitil árið 2016. Síðan þá hafa þeir verið miklir vinir og reyndi James meðal annars að fá Irving til LA Lakers síðastliðinn janúar, sem gekk þó ekki. 

Irving er á frjálsum samningi í sumar og því ekki samningsbundinn Dallas lengur. Eitthvert plan hlýtur þó að vera hjá félaginu fyrst að Irving er að biðja James um að færa sig um set. 

Skyldi þetta allt saman gerast yrði Dallas-liðið afar stjörnum prýtt en Slóveninn magnaði Luka Doncic er einnig hjá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert