Penninn á lofti í Keflavík

Hildur Björg Kjartansdóttir og Eygló Kristín Óskarsdóttir í baráttunni í …
Hildur Björg Kjartansdóttir og Eygló Kristín Óskarsdóttir í baráttunni í leik Vals og Keflavíkur á síðasta tímabili. mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur í ströngu um þessar mundir. Undanfarna daga hefur deildin samið við leikmenn karla- og kvennaliðanna um að þeir haldi kyrru fyrir í herbúðum Keflavíkur.

Arnór Sveinsson og Magnús Pétursson hafa báðir skrifað undir nýja tveggja ára samning um að leika áfram með karlaliðinu.

Eygló Kristín Óskarsdóttir hefur gert slíkt hið sama hjá kvennaliðinu og fetar þar með í fótspor landsliðskonunnar Birnu Valgerðar Benónýsdóttur, sem líkt og framangreindir leikmenn skrifaði undir tveggja ára samning á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert