Þórsarinn kominn til Belgíu

Styrmir Snær Þrastarson er kominn til Belgíu.
Styrmir Snær Þrastarson er kominn til Belgíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson er genginn í raðir belgíska félagsins Belfius Mons-Hainaut og gert þriggja ára samning. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Styrmir, sem er uppalinn hjá Þór í Þorlákshöfn, var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð, en Þór fór alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar.

Hann skoraði 17,6 stig, tók 6,6 fráköst, gaf 5,5 stoðsendingar og stal 1,9 bolta að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Þá er hann sterkur varnarmaður sömuleiðis. Styrmir hefur verið hluti af íslenska landsliðinu í síðustu verkefnum. 

Í frétt á heimasíðu félagsins kemur fram að Styrmir hafi heillað Vedran Bosnic, bosnískan þjálfara liðsins að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert