Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við hina sænsku Mammusu Secka og mun hún leika með liðinu á komandi tímabili.
Snæfell verður nýliði í efstu deild kvenna á komandi leiktíð og á Secka að aðstoða liðið á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu, en hún lék síðast á Ítalíu.
Leikmaðurinn þekkir íslenska körfuboltann, því hún lék með Skallagrími í efstu deild árið 2021. Hún kom hins vegar lítið við sögu hjá Borgnesingum, því liðið hætti keppni skömmu eftir að tímabilið hófst.