Ísland fékk erfiðan drátt

Sara Rún Hinriksdóttir er lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu.
Sara Rún Hinriksdóttir er lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik fær verðugt verkefni í undankeppni Evrópumótsins 2025 þar sem liðið dróst í F-riðil undankeppninnar.

Ísland mætir Tyrklandi, Slóvakíu og Rúmeníu en undankeppnin hefst í nóvember á þessu ári og henni lýkur í febrúar 2025.

Tyrkland er í 14. sæti heimslistans, Slóvakía er í 28. sæti og Rúmenía er 54. sætinu en Ísland er í 65. sætinu.

Lokakeppnin, Eurobasket, fer fram á Ítalíu, í Grikklandi, Tékklandi og Þýskalandi sumarið 2025 en Ísland var í sjöunda styrkleikaflokki þegar dregið var í undankeppnina.

Dráttinn í heild sinni má sjá  hér fyrir neðan.

A-riðill: Spánn, Króatía, Holland, Austurríki.

B-riðill: Ungverjaland, Slóvenía, Búlgaría, Finnland. 

C-riðill: Belgía, Pólland, Litháen, Aserbaídsjan.

D-riðill: Bretland, Svíþjóð, Danmörk, Eistland.

E-riðill: Frakkland, Lettland, Ísrael, Írland.

F-riðill: Tyrkland, Slóvakía, Rúmenía, ÍSLAND.

G-riðill: Serbía, Úkraína, Portúgal, Norður-Makedónía.

H-riðill: Bosnía, Svartfjallaland, Sviss, Lúxemborg.

I-riðill: Ítalía, Grikkland, Tékkland, Þýskaland.

mbl.is