Árni Elmar Hrafnsson hefur skrifað undir nýjan samning við körfuknattleiksdeild Breiðabliks og leikur því áfram með karlaliðinu á komandi tímabili.
Árni Elmar er 25 ára bakvörður sem hefur leikið með Breiðabliki undanfarin sex ár.
Áður hafði hann leikið með Snæfelli í eitt tímabil og þar á undan með Fjölni, þar sem Árni Elmar er uppalinn.
Var hann með rúm 8 stig að meðaltali í leik hjá Breiðabliki á síðasta tímabili og 35 prósent nýtingu í þriggja stiga skotum.