Keflavík líklegasta liðið í ár

Agnes María Svansdóttir og leikmönnum Keflavíkur er spáð góðu gengi.
Agnes María Svansdóttir og leikmönnum Keflavíkur er spáð góðu gengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík er spáð efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik á komandi keppnistímabili í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni.

Spáin var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar á Grand Hótel í Reykjavík í dag en Keflavík fékk 302 stig af 360 stigum mögulegum.

Íslandsmeisturum Vals er spáð þriðja sætinu og Njarðvík er spáð öðru sætinu. Þá er Snæfelli spáð falli úr deildinni.

Spáin í heild sinni:

Keflavík - 302 stig
Njarðvík - 250 stig
Valur - 242 stig
Haukar - 214 stig
Grindavík - 187 stig
Þór Akureyri - 127 stig
Stjarnan - 121 stig
Fjölnir - 110 stig
Breiðablik - 102 stig
Snæfell - 55 stig

mbl.is
Loka