Ein sú efnilegasta framlengir á Hlíðarenda

Sara Líf Boama í leik með Val á síðasta tímabili.
Sara Líf Boama í leik með Val á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sara Líf Boama, bráðefnileg körfuboltakona hjá Íslandsmeisturum Vals, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélagið.

Sara Líf er nýorðin 18 ára og lék á dögunum sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd.

Auk þess hefur hún leikið með öllum yngir landsliðum Íslands.

Sara Líf hefur leikið með Val alla tíð og fengið sífellt stærra hlutverk hjá meistaraflokknum undanfarin tímabil.

mbl.is
Loka