Körfuknattleiksdeild Vals hefur gengið frá samningi við Lindsey Pulliam og mun sú bandaríska leika með liðinu í vetur.
Pilliam er 24 ára bakvörður, sem hefur spilað í Tyrklandi og Spáni undanfarin tímabil og verið í Evrópubikarnum með báðum liðum.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari, eftir sigur á Keflavík í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.