Landsliðsmaður til Vals

Val hefur borist liðstyrkur.
Val hefur borist liðstyrkur. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við angólska landsliðsmanninn António Monteiro um að leika með karlaliðinu á tímabilinu.

Monteiro lék með landsliði Angóla á HM 2023 í Filippseyjum, Japan og Indónesíu í sumar.

Hann er 34 ára gamall kraftframherji sem er 204 sentimetrar á hæð.

Monteiro lék síðast með Sporting Lissabon í Portúgal, þar sem hann hefur leikið í efstu deild stærstan hluta ferilsins.

Hefur Monteiro til að mynda einnig leikið með Benfica og Porto auk þess sem hann var um skeið á mála hjá Libolo í Angóla.

Monteiro hefur þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir Val þar sem hann tók þátt í leiknum um meistara meistaranna gegn Tindastóli á Sauðárkróki á sunnudag, þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari.

mbl.is
Loka