Njarðvík fyrst að vinna Grindavík

Jana Falsdóttir og stöllur fögnuðu sætum sigri.
Jana Falsdóttir og stöllur fögnuðu sætum sigri. mbl.is/Óttar Geirsson

Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Grindavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á leiktíðinni.

Unnu Njarðvíkingar sterkan 60:56-heimasigur er liðin mættust í æsispennandi grannaslag í 4. umferðinni. Bæði lið eru nú með þrjá sigra og eitt tap. 

Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og var Grindavík með tveggja stiga forskot í hálfleik, 33:31.

Njarðvík var sterkari í þriðja leikhluta, vann hann 48:43, og var því með fimm stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 48:43.

Með góðri byrjun í fjórða leikhlutanum tókst Grindavík að jafna í 49:49. Njarðvíkingar voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og fögnuðu sigri. 

Tynice Martin skoraði 17 stig fyrir Njarðvík og Jana Falsdóttir bætti við 15 stigum. Emilie Hesseldal, sem hefur farið á kostum með Njarðvík hingað til, hitti illa en tók 21 frákast. 

Danielle Rodríguez skoraði 14 stig og tók 11 fráköst fyrir Grindavík og Hulda Björk Ólafsdóttir gerði 11 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert