Samdi við félag í Grikklandi

Isabella Ósk Sigurðardóttir ferðast nú til Grikklands að skrifa undir …
Isabella Ósk Sigurðardóttir ferðast nú til Grikklands að skrifa undir samning við Panserraikos. mbl.is/Óttar Geirsson

Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, hefur samið við gríska félagið Panserraikos bc um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Hún ferðaðist í dag til Grikklands þar sem hún skrifaði undir samning við Panserraikos.

Isabella gekk til liðs við króatíska félagið Zadar Plus í sumar en eftir stutt stopp þar í landi heldur hún til Grikklands. Panserraikos leikur í 2.deild í Grikklandi en liðið vann sinn fyrsta leik á tímabilinu 68:59 fyrir einni viku síðan. 

Hún lék með Njarðvík tímabilið áður en hún gekk til liðs við Zadar og var þá framlagshæsti íslenski leikmaðurinn í úrvalsdeild kvenna. Hún er 26 ára gömlu og leikur sem miðherji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert