Njarðvíkingar fá KR-ing frá Cleveland

Þorvaldur Orri Árnason í leik með KR-ingum síðasta vetur.
Þorvaldur Orri Árnason í leik með KR-ingum síðasta vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Þorvaldur Orri Árnason er genginn til liðs við Njarðvíkinga en hann lék áður með KR.

Hann kemur til Njarðvíkinga frá Cleveland Charge, sem er venslalið NBA-liðsins Cleveland Cavaliers og leikur þar í svokallaðri Þróunardeild NBA, eða NBA G-deildinni. Þorvaldur fór í nýliðaval deildarinnar í sumar og var valinn af Cleveland Charge.

Þorvaldur er 21 árs gamall framherji og var í landsliðshópi Íslands síðasta vetur. Hann á einn A-landsleik að baki.

mbl.is