Landsliðsmaðurinn sterkur í sigri

Orri Gunnarsson.
Orri Gunnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orri Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta og liðsfélagar hans í Swans Gmunden eru í öðru sæti í efstu deild í Austurríki eftir 78:65-sigur á BBC Nord í kvöld.

Orri skoraði 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar á þeim 28.46 mínútum sem hann spilaði.

Swans er eftir sigurinn í öðru sæti i deildinni með 22 stig, tveimur stigum á eftir toppliði deildarinnar, Klosterneuburg Dukes sem á þó leik til góða.

 Tryggvi Hlínason átti einnig flottan leik í 78:72-tapi Bilbao gegn Palencia í efstu deild á Spáni. Hann skoraði 12 stig og tók sjö fráköst. Bilbao er nú í 14. sæti deildarinnar með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert