Danski körfuknattleiksmaðurinn Daniel Mortensen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík.
Þetta staðfesti félagið í dag en Mortensen gekk til liðs við Grindavík frá Haukum síðasta vor. Hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn og varð Íslandsmeistari árið 2021.
Mortensen var lykilmaður í liði Grindavíkur sem tapaði fyrir Val í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í vor.
Þá skoraði hann að meðaltali 14 stig og tók sjö fráköst í deildinni.