Sagt upp hjá Lakers og tekur við aðstoðarþjálfarastarfi

Darvin Ham er kominn aftur til Milwaukee Bucks.
Darvin Ham er kominn aftur til Milwaukee Bucks. AFP/Matthew Stockman

Darvin Ham, sem var sagt upp sem þjálfara LA Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik að loknu tímabilinu, er á leið til Milwaukee Bucks þar sem hann mun taka við sem aðstoðarþjálfari.

ESPN greinir frá því að Ham hafi samþykkt að taka við starfinu, þar sem hann verður þjálfaranum þrautreynda, Doc Rivers, innan handar.

Ham var þjálfari Lakers undanfarin tvö tímabil en hafði í fjögur ár þar á undan verið aðstoðarþjálfari Milwaukee við góðan orðstír, þar á meðal þegar liðið varð NBA-meistari árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert