„Landsliðsverkefni sumarsins kosta hana 660 þúsund“

Anna Margrét Hermannsdóttir í leik með KR.
Anna Margrét Hermannsdóttir í leik með KR. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þrjú börn Margrétar Elíasdóttur hafa öll leikið fyrir yngri landslið Íslands í körfuknattleik með tilheyrandi kostnaði.

Í færslu á Facebook-síðu sinni vekur Margrét athygli á því hversu hár útlagður kostnaður er fyrir dóttur hennar, Önnu Margréti Hermannsdóttur, sem er hluti af U18-ára landsliði kvenna.

„Svo óþolandi staða! Landsliðsverkefni sumarsins í ár hjá [Önnu Margréti] kosta hana 660 þúsund krónur.

Landsliðsár þessara afrekskrakka gætu verið 7 ár í röð með þessum kostnaði á hverju ári + vinnutap!“ skrifaði Margrét og lagði út af frétt mbl.is í dag, þar sem vitnað var í viðtal Valtýs Björns Valtýssonar við Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóra KKÍ.

Erum að missa afrekskrakka úr landsliðum

Synir Margrétar, þeir Martin og Arnór Hermannssynir, þurftu sömuleiðis að reiða fram háar fjárhæðir þegar þeir léku fyrir yngri landsliðin.

„Staðan var eins þegar Martin og Arnór fóru í gegnum sín landsliðsár. Mikið óska ég þess að þetta breytist, við erum farin að missa afrekskrakka úr landsliðum vegna kostnaðar sem er galið!“ bætti hún við.

Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu.
Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA
Arnór Hermannsson í leik með ÍR
Arnór Hermannsson í leik með ÍR mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert