Jerry West er látinn

Jerry West í október síðastliðnum.
Jerry West í október síðastliðnum. AFP

Körfuknattleiksgoðsögnin Jerry West er fallin frá, 86 ára að aldri.

West gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í 14 ár en hann lék með félaginu frá árinu 1960 til ársins 1974.

Jerry West.
Jerry West. Ljósmynd/NBA

NBA-meistari og Ólympíumeistari

West varð NBA-meistari með Lakers árið 1972 og var valinn leikmaður úrslitanna árið 1969. West vann Ólympíuleikana með Bandaríkjunum árið 1960. 

West var tekinn inn í frægðarhöll NBA-deildarinnar árið 1980, sex árum eftir að hann hætti að spila. 

Eftir ferilinn var West þjálfari Lakers í þrjú ár, frá 1976 til 1979 og vann síðan í stjórnarstöðum hjá ýmsum félögum deildarinnar. 

Mynd af West með boltann er merki NBA-deildarinnar. 

Jayson Tatum gengur framhjá NBA-merkinu. Mynd af Jerry West með …
Jayson Tatum gengur framhjá NBA-merkinu. Mynd af Jerry West með boltann var notuð við hönnun þess. AFP/Maddie Meyer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert