Úr bandaríska háskólaboltanum til Þórs

Lárus Jónsson þjálfari ásamt Ólafi Birni Gunnlaugssyni.
Lárus Jónsson þjálfari ásamt Ólafi Birni Gunnlaugssyni. Ljósmynd/Þór Þorlákshöfn

Þór frá Þorlákshöfn hefur samið við körfuknattleiksmanninn Ólaf Björn Gunnlaugsson um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Ólafur Björn er 22 ára bakvörður sem hefur leikið fyrir háskólalið Potter’s House Christian Academy undanfarin fjögur ár.

Hann er 202 sentimetrar að hæð og var einn af lykilmönnum U20 ára landsliðs Íslands sem tryggði sér sæti í A-deild Evrópumótsins árið 2022.

Hér á landi hefur Ólafur Björn leikið með ÍR og Tindastóli en hann er alinn upp hjá Val og var einnig um skeið á mála hjá Bonn í Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka