Besti leikmaður Grindavíkur til Sviss

Danielle Rodriguez.
Danielle Rodriguez. Árni Sæberg

Körfuknattleikskonan Danielle Rodriguez hefur samið við svissneska félagið Elfic Fribourg fyrir næsta tímabil. Danielle hefur leikið á Íslandi frá árinu 2016 og er íslenskur ríkisborgari.

Elfic Fribourg tekur þátt í Evrópubikarnum, Euro Cup, á næsta tímabili og er svissneskur meistari. Danielle hefur leikið fyrir Grindavík undanfarin tvö ár og verið einn allra öflugasti leikmaður landsins.

Danielle hlaut íslenskan ríkisborgararétt í desember á síðasta ári en líklega hjálpar það henni að fá samning í Evrópu að vera með íslenskt vegabréf. Danielle skoraði átján stig, tók rúm átta fráköst og gaf tæplega sex stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu sem leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert