Mælir með að horfa á Almar

Almar Atlason.
Almar Atlason. Ljósmynd/FIBA

Almar Atlason hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum þrátt fyrir ungan aldur og er á lista yfir sex leikmenn sem vert er að fylgjast með á Evrópumóti undir 20 ára landsliða sem fram fer í Gdynia í Póllandi þessa dagana.

Ersin Demir sem er sérfróður um efnilega leikmenn í Evrópu mælir með að fólk fylgist með Almari en tveir Grikkir og tveir Þjóðverjar ásamt Spánverjanum Sergio de Larrea prýða listann auk Íslendingsins unga.

Demir segir Almar vera öflugan sóknarmann sem geti skorað innan teigs sem utan og búið til sín eigin færi. Varnarleikur Almars sé á uppleið og áhugavert verði að sjá hann verjast efnilegustu leikmönnum Evrópu á mótinu.

Allan listann má sjá hér en fyrsti leikur Íslands er gegn Litháum og fer fram á laugardaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert