Naumt tap gegn Tékkum

Eva Elíasdóttir skoraði 16 stig gegn Tékkum.
Eva Elíasdóttir skoraði 16 stig gegn Tékkum. Ljósmynd/FIBA

Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði naumlega fyrir Tékkum, 67:61, í milliriðli B-deildar Evrópumótsins í Búlgaríu í dag.

Tékkar voru níu stigum yfir í hálfleik, 36:27, og voru með forystu allan síðari hálfleikinn. Spenna hljóp í leikkinn undir lokin þegar Ísland minnkaði muninn í 65:61 en nær komust stúlkurnar ekki.

Agnes María Svansdóttir skoraði 19 stig og Eva Elíasdóttir var með 16 stig og 6 fráköst. Jana Falsdóttir tók sjö fráköst og þær Sara Boama og Kristrún Ólafsdóttir sex hvor.

Leikur Írlands og Úkraínu stendur yfir en allt stefnir í að Tékkland og Úkraína verði í tveimur efstu sætum og fari í undanúrslit. Ísland mætir Írlandi á morgun og síðan fara bæði liðin væntanlega í keppni um sæti fimm til átta.

Uppfært:
Írland vann Úkraínu, 69:56, þannig að Ísland á möguleika á að komast í undanúrslitin með sigri á Írum á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert