Úrvalsdeildirnar í körfubolta fá nýtt nafn

Úrvalsdeildirnar í körfubolta fara af stað í byrjun október undir …
Úrvalsdeildirnar í körfubolta fara af stað í byrjun október undir nýju nafni. mbl.is/Árni Sæberg

Úrvalsdeildir karla og kvenna í körfubolta munu fá nýtt nafn en næsta tímabil hefst 1. október hjá konunum og 3. október hjá körlunum.

Deildirnar munu nú bera nafnið Bónusdeildin. Bónus verður einn af aðal samstarfsaðilum KKÍ og mun einnig styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ. 

KKÍ þakkaði Subway fyrir gott og öflugt samstarf á meðan úrvalsdeildirnar báru nafn Subway undanfarin ár, í tilkynningu frá KKÍ í dag.

Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónuss, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, Björgvin …
Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónuss, Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður KKÍ, Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Ljósmynd KKÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert