Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við Grikkjann Ioannis Agravanis og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.
Ioannis er yfirleitt kallaður Giannis, eins og Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður Grikklands og stórstjarna í NBA-deildinni.
Agravanis hafði allan ferilinn leikið í Grikklandi, þar til hann fór til USK í Prag í Tékklandi fyrir síðustu leiktíð.
Hann er 25 ára framherji, sem lék með yngri landsliðum Grikklands. Varð hann Evrópumeistari með gríska U20 ára liðinu ári 2017.