Giannis í Skagafjörðinn

Ioannis (Giannis) Agravanis hefur samið við Tindastól.
Ioannis (Giannis) Agravanis hefur samið við Tindastól. Ljósmynd/Tindastóll/Davíð Már

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við Grikkjann Ioannis Agravanis og mun hann leika með liðinu á komandi tímabili.

Ioannis er yfirleitt kallaður Giannis, eins og Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður Grikklands og stórstjarna í NBA-deildinni.

Agravanis hafði allan ferilinn leikið í Grikklandi, þar til hann fór til USK í Prag í Tékklandi fyrir síðustu leiktíð.

Hann er 25 ára framherji, sem lék með yngri landsliðum Grikklands. Varð hann Evrópumeistari með gríska U20 ára liðinu ári 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka