„Það var mikið vesen í gangi á þeim tíma, meðal annars sem sneri að ógreiddum launum en það mál fór auðvitað í fjölmiðla,“ sagði körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox í Dagmálum.
Kristófer, sem er þrítugur, varð Íslandsmeistari með Val í maí eftir sigur gegn Grindavík í oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins.
Kristófer gekk til liðs við Val frá uppeldisfélagi sínu KR árið 2020 en hann yfirgaf félagið í snatri, meðal annars vegna vangoldinna launa.
„Ég eins og ég gat reyndi að láta þetta virka, svo ég gæti verið áfram í KR,“ sagði Kristófer.
„Ég var að reyna að láta þetta ganga upp en á endanum leið mér eins og viljinn væri meiri mín megin að vera áfram, frekar en hjá þeim að halda mér.
Valur sýndi mér áhuga og þeir heilluðu mig mest þar sem nánast allt gamla liðið mitt var farið yfir,“ sagði Kristófer meðal annars.
Viðtalið við Kristófer í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.