Slóvenski körfuknattleiksmaðurinn Matej Kovac er genginn til liðs við ÍR.
Kovac kemur til ÍR frá St. Poelten í Austurríki en hann skoraði 17 stig og tók sex fráköst að meðaltali fyrir liðið á síðustu leiktíð.
Slóveninn, sem er 28 ára gamall, hefur einnig spilað í næstefstu deild Spánar sem og í bandaríska háskólaboltanum.
ÍR-ingar eru nýliðar í úrvalsdeild karla í körfubolta.