Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska körfuboltaliðsins Alba Berlín.
Félagið greindi frá á samfélagsmiðlinum X í kvöld. Martin gekk í raðir Alba í annað sinn í upphafi árs, eftir fjögur ár hjá Valencia á Spáni.
Hann lék fyrst með Alba frá 2018 til 2020 og varð bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með liðinu.
Martin hóf atvinnumannaferilinn í Frakklandi og lék með Châlons-Reims og Charleville-Mézières. Hann er uppalinn hjá KR.