Mikill heiður fyrir Martin

Martin Hermannsson er nýr fyrirliði Alba Berlín.
Martin Hermannsson er nýr fyrirliði Alba Berlín. Kristinn Magnússon

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska körfuboltaliðsins Alba Berlín.

Félagið greindi frá á samfélagsmiðlinum X í kvöld. Martin gekk í raðir Alba í annað sinn í upphafi árs, eftir fjögur ár hjá Valencia á Spáni.

Hann lék fyrst með Alba frá 2018 til 2020 og varð bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með liðinu.

Martin hóf atvinnumannaferilinn í Frakklandi og lék með Châlons-Reims og Charleville-Mézières. Hann er uppalinn hjá KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert