Haukar fara vel af stað í úrvalsdeild kvenna í körfubolta en liðið lagði nýliða Hamars/Þórs, 93:84, á heimavelli sínum í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld.
Haukar voru með eins stigs forskot eftir hnífjafnan fyrri hálfleik, 48:47. Haukarnir unnu þriðja leikhlutann 25:19 og sigldu nokkuð sannfærandi sigri í höfn í lokin.
Lore Devos átti stórkostlegan leik fyrir Hauka, skoraði 41 stig og tók tíu fráköst. Hún kom til Hauka frá Þór frá Akureyri fyrir tímabilið. Tinna Guðrún Alexandersdóttir bætti við 16 stigum.
Abby Beeman skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir nýliðana. Hana Ivanusa bætti við 19 stigum.
Ásvellir, Bónus deild kvenna, 01. október 2024.
Gangur leiksins: 7:8, 13:16, 19:21, 29:28, 34:35, 39:39, 43:44, 48:47, 58:52, 65:60, 65:65, 73:66, 79:68, 85:70, 93:80, 93:84.
Haukar: Lore Devos 41/10 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 16, Sólrún Inga Gísladóttir 8, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Agnes Jónudóttir 7, Þóra Kristín Jónsdóttir 6/10 fráköst/12 stoðsendingar, Lovísa Björt Henningsdóttir 6/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 25/6 fráköst/12 stoðsendingar, Hana Ivanusa 19, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 14/15 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 12/5 fráköst, Teresa Sonia Da Silva 5, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 4, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 199.