Njarðvík kvaddi Ljónagryfjuna með sigri en liðið vann Grindavík, 60:54, í síðasta leik meistaraflokka Njarðvíkur í húsinu sögufræga í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í kvöld.
Njarðvíkingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 33:22. Grindavík vann seinni hálfleikinn með fimm stigum, en það dugði ekki til og Njarðvíkingar fögnuðu sigri.
Brittany Dinkins fór á kostum fyrir Njarðvík, skoraði 31 stig og tók 12 fráköst. Emilie Hesseldal skoraði 11 stig og tók tíu fráköst.
Hulda Björk Ólafsdóttir var stigahæst í jöfnu liði Grindavíkur með 13 stig. Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Katarzyna Anna Trzeciak komu næstar með 11 hvor.
Ljónagryfjan, Bónus deild kvenna, 01. október 2024.
Gangur leiksins:: 4:5, 9:10, 9:11, 19:13, 24:13, 25:18, 30:20, 33:22, 38:25, 43:27, 44:33, 49:40, 51:43, 53:50, 54:52, 60:54.
Njarðvík: Brittany Dinkins 31/12 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 11/10 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Sara Björk Logadóttir 6, Ena Viso 3/5 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Ósk Snorradóttir 2.
Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.
Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 13, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 11/8 fráköst, Katarzyna Anna Trzeciak 11/9 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 9.
Fráköst: 24 í vörn, 3 í sókn.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Jon Thor Eythorsson, Jón Svan Sverrisson.
Áhorfendur: 300