Nýliðar KR fara afar vel af stað í úrvalsdeild karla í körfubolta en liðið lagði Tindastól, 94:85, í fyrstu umferðinni á Sauðárkróki í kvöld.
Leikurinn var ansi kaflaskiptur. KR var með 43:28 forskot í hálfleik en Tindastóll var yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 65:62. KR-ingar reyndust hins vegar sterkari í lokin.
Linards Jaunzems skoraði 30 stig og tók 11 fráköst fyrir KR. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson gerði 14 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.
Dedrick Basile skoraði 29 stig fyrir Tindastól. Sigtryggur Arnar Björnsson og Sadio Doucoure gerðu 16 hvor.
Sauðárkrókur, Bónus deild karla, 03. október 2024.
Gangur leiksins:: 2:2, 6:8, 14:13, 17:20, 22:25, 26:33, 28:35, 28:43, 38:47, 50:52, 58:56, 65:62, 65:70, 69:78, 77:83, 85:94.
Tindastóll: Dedrick Deon Basile 29/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 16, Sadio Doucoure 16/7 fráköst, Adomas Drungilas 13/5 fráköst, Ragnar Ágústsson 4, Giannis Agravanis 4/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 3/5 stoðsendingar.
Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.
KR: Linards Jaunzems 30/11 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/11 fráköst/10 stoðsendingar, Dani Koljanin 14/11 fráköst, Nimrod Hilliard IV 14/5 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 9, Orri Hilmarsson 6, Vlatko Granic 5, Lars Erik Bragason 2.
Fráköst: 38 í vörn, 9 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Aron Rúnarsson, Daníel Steingrímsson.
Áhorfendur: 300