„Hafðu ekki áhyggjur af því og hunskastu heim!“

Ólafur Ólafsson, Julio De Asisse og DeAndre Kane.
Ólafur Ólafsson, Julio De Asisse og DeAndre Kane. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er fyrst og fremst sigurvegari,“ sagði Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuknattleik, í Fyrsta sætinu.

Ólafur, sem er 33 ára gamall, fór alla leið í úrslit Íslandsmótsins með Grindvíkingum á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði fyrir Val í oddaleik á Hlíðarenda en tímabilið í fyrra var vægast sagt skrítið fyrir Grindvíkinga vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. 

Þá lætur hann þig heyra það

DeAndre Kane, liðsfélagi Ólafs hjá Grindavík, vakti mikla athygli fyrir vasklega framgöng sína í deildinni á síðustu leiktíð en hann tekur slaginn með Grindavík á nýjan leik á komandi keppnistímabili.

„Ef þú ert með eitthvað vesen þá lætur hann þig heyra það og hann er bara hérna til þess að spila körfubolta,“ sagði Ólafur.

„Ég man ekki nákvæmlega í hvaða leik þetta var við töpum honum á lokasekúndunum og hann segir eitthvað við dómarana. Það kemur einhver áhorfandi úr stúkunni og segir orðrétt; hvernig getið þið spilað með þessum manni?

Ég svaraði honum fullum hálsi: Hafðu ekki áhyggjur af því og hunskastu heim!,“ sagði Ólafur meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert