Ótrúlegur endurkomusigur Martins og félaga

Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum þýska bikarsins í körfubolta eftir ótrúlegan endurkomusigur, 75:74.  

Alba Berlin var 15 stigum undir í hálfleik. Í þriðja leikhluta náði liðið að minnka forystuna í 12 stig. Þýska liðið átti síðan stórkostlegan fjórða leikhluta þar sem liðið skoraði 25 stig gegn 12 stigum andstæðingsins og vann þar með leikinn 75:74.  

Martin átti góðan leik en hann skoraði 10 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert