Framkvæmdastjórinn í leyfi vegna framboðs

Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands.
Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur tilkynnt að Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, muni fara í leyfi frá störfum vegna framboðs síns til Alþingis.

Þegar ljóst var að Hannes yrði í öðru sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi óskaði hann eftir því að fara í leyfi og hefur stjórn KKÍ samþykkt það.

Hannes fer í leyfi frá og með 5. nóvember og fram yfir alþingiskosningar 30. nóvember.

Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir formaður verður í forsvari fyrir sambandið á meðan og Sigrún Ragnarsdóttir skrifstofustjóri mun stýra verkefnum skrifstofu sem staðgengill framkvæmdastjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka