Bundu enda á sex leikja taphrinu

Giannis Antetokounmpo treður í nótt.
Giannis Antetokounmpo treður í nótt. AFP/Stacy Revere

Milwaukee Bucks vann langþráðan sigur í NBA-deildinni í körfuknatleik þegar liðið hafði örugglega betur gegn Utah Jazz, 123:100 í nótt.

Fyrir sigurinn í nótt hafði Milwaukee tapað sex leikjum í röð. Sigrarnir eru nú orðnir tveir í átta leikjum en Utah hefur aðeins unnið einn leik af átta.

Damian Lillard var stigahæstur í leiknum með 34 stig og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo bætti við 31 stigi og 16 fráköstum.

Anthony Edwards fór fyrir Minnesota Timberwolves í 135:119-sigri á Chicago Bulls.

Edwards skoraði 33 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Svartfellingurinn Nikola Vucevic var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig og fimm fráköst.

Úrslit næturinnar:

Milwaukee – Utah 123:100

Chicago – Minnesota 119:135

San Antonio – Portland 118:105

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka