Fyrsti heimasigur KR-inga

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR með boltann í kvöld.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR með boltann í kvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg

KR og Njarðvík áttust við í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri KR 86:80. Eftir leikinn eru Njarðvíkingar með 8 stig og KR er með 6 stig.

KR-ingar byrjuðu mun betur í leiknum í kvöld, skoruðu tvær þriggja stiga körfur í röð og komust 6:0 yfir.

Eftir það var jafnt á öllum tölum til að byrja með en síðan tók við skelfilegur kafli hjá Njarðvíkingum þar sem þeir létu KR-inga stela boltanum auðveldlega af sér og skora úr hraðaupphlaupum. Komust KR-ingar mest 9 stigum yfir áður en Njarðvíkingar klóruðu í bakkann í fyrsta leikhluta og minnkuðu muninn niður í fjögur stig með þriggja stiga körfu frá Veigari Páli Aðalsteinssyni.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 27:23 fyrir KR.

KR-ingar náðu 6 stiga forskoti í stöðunni 29:23 í byrjun annars leikhluta en eftir það minnkuðu Njarðvíkingar muninn og liðin skiptust á að jafna og komast yfir.

Njarðvíkingar náðu örlitlu forskoti fyrir lok hálfleiksins en mestur var munurinn 5 stig, Njarðvík í vil í öðrum leikhluta. Var það í stöðunni 46:41 fyrir Njarðvík.

Staðan í hálfleik var 48:45 fyrir Njarðvíkingum.

Nimrod Hilliard IV var með 10 stig fyrir KR í fyrri hálfleik. Lindards Jaunzems var með 8 fráköst og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var með 4 stoðsendingar.

Í liði Njarðvíkur var Dominykas Milka með 13 stig og 10 fráköst. Dwayne Lautier-Ogunleye var með 5 stoðsendingar.

KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust strax yfir með því að skora fyrstu sjö stig seinni hálfleiks áður en Njarðvíkingar settu niður sín fyrstu stig.

Eftir það var allt í járnum í þriðja leikhluta þar sem liðin skiptust á að jafna og komast yfir. Staðan eftir þriðja leikhluta var hnífjöfn, 65:65, og von á dramatískum fjórða leikhluta.

Fjórði leikhluti var í raun lítið spennandi. KR-ingar mættu dýrvitlausir inn í leikhlutann og náðu mest 11 stiga forskoti og gengu hreinlega frá Njarðvíkingum á fyrstu mínútum fjórða leikhluta.

Njarðvíkingar létu dómgæsluna fara í taugarnar á sér og ljái ég þeim það ekki en það hjálpaði Njarðvíkurliðinu ekki að skora einungis 5 stig fyrstu sex og hálfa mínútu leikhlutans.

Mestur var munurinn 11 stig og þann mun náði Njarðvík ekki að vinna upp. Fór svo að KR vann sinn fyrsta sigur á heimavelli í vetur 86:80.

Stigahæstur í liði KR var Linards Jaunzems með 21 stig og 14 fráköst.

Í liði Njarðvíkur var Dwayne Lautier-Ogunleye með 19 stig og Dominykas Milka með 13 fráköst.

KR - Njarðvík 86:80

Meistaravellir, Bónus deild karla, 08. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 10:10, 19:16, 25:16, 27:23, 29:23, 34:35, 41:42, 45:48, 52:50, 55:57, 63:62, 65:65, 71:67, 77:69, 83:73, 86:80.

KR: Linards Jaunzems 21/14 fráköst, Nimrod Hilliard IV 16/4 fráköst/5 stoðsendingar, Vlatko Granic 16, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 8/5 fráköst, Dani Koljanin 6/4 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 5, Orri Hilmarsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 5 í sókn.

Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 18/13 fráköst/5 stoðsendingar, Isaiah Coddon 14, Mario Matasovic 12/10 fráköst, Khalil Shabazz 9/7 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 5/4 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 678

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

KR 86:80 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka