Með fullt hús stiga á toppnum

Ármann er með fullt hús stiga á toppnum.
Ármann er með fullt hús stiga á toppnum. mbl.is/Óttar Geirsson

Ármann vann öruggan sigur á varaliði Stjörnunnar, 84:68, í 1. deild kvenna í körfubolta í Laugardalshöll í kvöld. Ármann hefur byrjað afar vel í deildinni og er með fullt hús stiga eftir fimm leiki.

Ármenningar voru með 47:30 forskot í hálfleik og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Reykjavíkurliðið í seinni hálfleik.  Stjarnan er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Alarie Mayze skoraði 28 stig og tók 17 fráköst fyrir Ármann. Jónína Þórdís Karlsdóttir átti stórleik, skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Sigrún Sól Brjánsdóttir skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna og Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost bætti við 17 stigum og tók 10 fráköst.

KR er einnig með fullt hús stiga en hefur aðeins leikið tvo leiki.

Ármann - Stjarnan u 84:68

Laugardalshöll, 1. deild kvenna, 08. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 10:4, 17:10, 21:13, 25:15, 29:18, 36:21, 41:27, 47:30, 51:32, 57:37, 68:41, 70:46, 73:50, 74:56, 80:62, 84:68.

Ármann: Alarie Mayze 28/17 fráköst/8 stolnir, Jónína Þórdís Karlsdóttir 19/14 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Birgit Ósk Snorradóttir 13/6 fráköst, Ísabella Lena Borgarsdóttir 8, Brynja Benediktsdóttir 7, Ása Soffía Davíðsdóttir Davíðsdóttir 3, Þóra Birna Ingvarsdóttir 2/8 fráköst, Auður Hreinsdóttir 2, Sóley Anna Myer 2.

Fráköst: 28 í vörn, 25 í sókn.

Stjarnan u: Sigrún Sól Brjánsdóttir 20/6 fráköst, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 17/10 fráköst, Tinna Diljá Jónasdóttir 7, Rakel Nanna Káradóttir 7/5 fráköst, Ninja Kristín Logadóttir 6/5 fráköst, Kristjana Mist Logadóttir 6/4 fráköst, Ólöf María Bergvinsdóttir 3, Elísabet Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Brynjar Örn Guðmundsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka