Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik með Bilbao þegar liðið mætti Girona í dag í efstu deild Spánar í körfubolta sem endaði með 100:94 sigri Girona.
Bilbao er með sex stig í 10. sæti eftir sex leiki en þetta var annar sigur Girona á tímabilinu sem er á botni deildarinnar.
Bilbao var yfir, 23:17, eftir fyrsta leikhluta en Girona minnkaði muninn í þrjú stig í hálfleik, 39:36, og aftur munaði þremur stigum eftir þriðja leikhluta en staðan var þá 61:58 fyrir Bilbao.
Staðan var 88:88 eftir venjulegan leiktíma og því var farið í framlengingu, Girona byrjaði betur og komst 96:88 yfir og hélt út. Lokatölur 100:94.
Tryggvi var atkvæðamestur með 24 stig og sjö fráköst og spilaði 25:53 mínútur.