ÍR vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið sigraði Val, 84:83, eftir æsispennandi lokasekúndur í Skógarseli í kvöld. Zarko Jukic skoraði sigurkörfu ÍR-inga á vítalínunni þegar 0,4 sekúndur voru eftir.
ÍR er enn þá í ellefta og næstneðsta sæti en nú með fjögur stig og aðeins tveimur stigum á eftir Val og Hetti.
Leikurinn í kvöld var kaflaskiptur. Valur vann fyrsta leikhlutann 22:19 en ÍR svaraði með 27:14 sigri í öðrum leikhluta. Valur vann þriðja leikhlutann 28:13 og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 64:59 fyrir Val.
ÍR-ingar voru hins vegar sterkari í lokin og unnu dramatískan sigur í fyrsta leik liðsins eftir að Borche Ilievski sneri aftur í Breiðholtið. Finnur Freyr Stefánsson mætti aftur á hliðarlínuna hjá Val eftir fjarveru.
Jacob Falko skoraði 31 stig fyrir ÍR og Matej Kavas gerði 21 stig og tók níu fráköst. Taiwo Badmus skoraði 30 stig fyrir Val og Kristinn Pálsson bætti við 16.